Innleiðing á leikskólakerfinu Völu

Nú hafa leikskólarnir í Múlaþingi, allir nema leikskóladeild Seyðisfjarðarskóla, byrjað að nota nýtt leikskólakerfi sem heitir Vala. Leikskólakerfi Völu auðveldar og einfaldar alla umsýslu varðandi leikskólann fyrir foreldra, stjórnendur, starfsfólk og sveitarfélagið. Vala býður upp á vefumhverfi og öpp hvort sem er fyrir starfsfólk eða foreldra.