Mikið um að vera hjá útskriftaárgangi

Maí er annasamur mánuður hjá elsta árganginum í Tjarnarskógi. Þann 20 maí var farið í útskriftaferð í Kirkjumiðstöðina, 24. maí fóru þau í heimsókn í tónlistaskólnn. Þann 25. maí var útskrift Athöfn var í Tjarnargarðinum þar sem foreldrum var boðið að koma. Börnin sungu nokkur lög, fengu útskriftaskírteini og rós. Að því loknu var útskriftagestum boðið á Tjarnarland þar sem veitingar voru utannhúss og svo gátu foreldrar kíkt á deild hjá barni sínu til að skoða listaverk þeirra. Fimmtudaginn 26. maí var svo vorskóli þar sem þau fóru í grunnskólann. Þriðjudaginn 1. júní hittu þau svo vinabekk sinn sem tekur á móti þeim í grunnskólanum í leik.