Starfmenn að hætta og fara í leyfi

Hún Bei sem er búin að vera í Tjarnarskógi í nokkur ár hætti núna 2. júlí og er að flytja í Kópavoginn. Eyrún Björk hætti 6. júlí og er hún að fara að vinna hjá Múlaþingi sem talmeinafræðingur hjá Fjölskyldusviði. Hún kemur því til að nýtast okkur sem ráðgjafi. Elísa Björg sem var á Laufi hætti í lok júní . Hún er að fara í skóla í Reykjavík. Jóhanna Helga er að fara í ársleyfi og fer að starfa í leikskólanum Hádegishöfða. Við þökkum þeim fyrir vel unnin störf og óskum þeim velfarnaðar á nýjum stað.