Góð gjöf, endurvinnsla og minni sóun.

Í dag fengum við á Tjarnarlandi góða gjöf frá Héraðsprennti en í gegnum tíðina hafa þau verið ötul að gauka að okkur afgangaspappír og afskurði, sem nýtist okkur ákaflega vel í starfinu. Ekki þarf að taka það fram að með þessu erum við að minka sóun því að þessi pappír færi annars í ruslið, engum til gagns og gleði. Það er því bæði gaman og gott að geta þess að þau í prenntsmiðjunni okkar Héraðsprennt hafa oft og mörgum sinnum fært okkur dýrmæta kassa með fallegum og góðum pappír. TAKK FYRIR.