Tilfinningar, samskipti og vinátta á Kjarri

Þemað á eldri álmu er ég sjálf/sjálfur og í haust höfum við á Kjarri lagt mikla áherslu á tilfinningavitund, samskipti og vináttu. Á mánudögum erum við með vináttu og tilfinningastund, sú stund felur í sér stuttar innlagnir, lestur, söngstundir eða samræður kennara við nemendur. Tilfinningarnar sem við skoðum eru í gleði, depurð og svengd. Út frá þessum tilfinningum vinnum við svo fjölbreytt verkefni. Til þess að virkja tilfinningagreind hjá nemendum bjuggum við til plagg á veggnum sem ber heitið Svona líður mér í dag. Þar eru myndir af öllum nemendum og kennurum og franskur rennilás undir þeim. Nemendur og kennarar velja svo mynd af þeirri tilfinningu eða líðan sem þeir finna fyrir að morgni þegar þeir mæta og setja undir sína mynd. Öllum er svo frjálst að breyta yfir daginn ef tilfinningin eða líðan breytist. Þetta hefur gengið ótrúlega vel og frábært að sjá hvað nemendur eru móttækilegir fyrir þessu. Allar tilfinningar eiga rétt á sér.

Fréttamynd - Tilfinningar, samskipti og vinátta á Kjarri

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn

Tilfinningar, samskipti og vinátta á Kjarri

Þemað á eldri álmu er ég sjálf/sjálfur og í haust höfum við á Kjarri lagt mikla áherslu á tilfinningavitund, samskipti og vináttu. Á mánudögum erum við með vináttu og tilfinningastund, sú stund felur í sér stuttar innlagnir, lestur, söngstundir eða samræður kennara við nemendur. Tilfinningarnar sem við skoðum eru í gleði, depurð og svengd. Út frá þessum tilfinningum vinnum við svo fjölbreytt verkefni. Til þess að virkja tilfinningagreind hjá nemendum bjuggum við til plagg á veggnum sem ber heitið Svona líður mér í dag. Þar eru myndir af öllum nemendum og kennurum og franskur rennilás undir þeim. Nemendur og kennarar velja svo mynd af þeirri tilfinningu eða líðan sem þeir finna fyrir að morgni þegar þeir mæta og setja undir sína mynd. Öllum er svo frjálst að breyta yfir daginn ef tilfinningin eða líðan breytist. Þetta hefur gengið ótrúlega vel og frábært að sjá hvað nemendur eru móttækilegir fyrir þessu. Allar tilfinningar eiga rétt á sér.

Fréttamynd - Tilfinningar, samskipti og vinátta á Kjarri

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn