Tjarnarbær frábær heimsókn á Minjasafnið

Nú er Þorrinn gengin í garð og við á Tjarnarbæ erum að vinna ýmsa vinnu tengda Þorranum. Við erum að syngja Þorralögin, föndra hákarla, kindur og kórónur skreyttar með rúnum svo eitthvað sé nefnt. Við höfum verið að fræðast um lífið í gamla daga og skoða Víkingabækur og svo fórum við að heimsækja Minjasafnið til Eyrúnar Hrefnu sem tók vel á móti okkur og fræddi okkur um lífið í gamla daga og sýndi okkur safnið. Frábær heimsókn. Kærar þakkir.