Tónlistar- og rýmisgreind á Rjóðri

Rýmisgreindina vinnum við með því að velta hinum ýmsu hlutum fyrir okkur eins og klökum og hversu mikið afl þarf til að halda á honum og brjóta hann. Skoðum alskyns kubba, byggingar og fleira.
Í tónlistagreindinni er eitt af þeim verkefnum sem við leggjum meiri áherslu á er að leika með ólík hljóðfæri. Í hópastarfi og samverustundum á Rjóðri erum við því reglulega með hljóðfæri þessa dagana. Við reynum að kenna börnunum munin á blásturshljóðfærum, ásláttarhljóðfærum og strengjahljóðfærum svo eitthvað sé nefnt. Í allan vetur höfum við verið svo lánsöm að hafa Tryggva en hann grípur oft í gítar í söngstundum. Fyrir utan það að vera að prófa sjálf hljóðfæri erum við að hlusta á hljóð í ólíkum hljóðfærum sem við eigum ekki í leikskólanum og þannig læra eitthvað nýtt og skemmtilegt!

Tónlistar- og rýmisgreind á Rjóðri

Rýmisgreindina vinnum við með því að velta hinum ýmsu hlutum fyrir okkur eins og klökum og hversu mikið afl þarf til að halda á honum og brjóta hann. Skoðum alskyns kubba, byggingar og fleira.
Í tónlistagreindinni er eitt af þeim verkefnum sem við leggjum meiri áherslu á er að leika með ólík hljóðfæri. Í hópastarfi og samverustundum á Rjóðri erum við því reglulega með hljóðfæri þessa dagana. Við reynum að kenna börnunum munin á blásturshljóðfærum, ásláttarhljóðfærum og strengjahljóðfærum svo eitthvað sé nefnt. Í allan vetur höfum við verið svo lánsöm að hafa Tryggva en hann grípur oft í gítar í söngstundum. Fyrir utan það að vera að prófa sjálf hljóðfæri erum við að hlusta á hljóð í ólíkum hljóðfærum sem við eigum ekki í leikskólanum og þannig læra eitthvað nýtt og skemmtilegt!