Kveðjustund

Nú um mánaðamótin er Pálína Aðalbjörg Pálsdóttir (Alla okkar) að láta af störfum vegna aldurs eftir áratuga farsælt starf sem leikskólakennari, grunnskólakennari og leikskólastjóri hjá sveitarfélaginu. Á starfsmannafundi leikskólans í gær afhenti Sigga Dís henni skjal og gjöf í þakklætisskyni fyrir vel unnin störf og svo var boðið upp á kaffi og tertur. Við þökkum Öllu kærlega fyrir samstarfið og öll góðu ráðin sem hún hefur gefið okkur og óskum henni velfarnaðar í framtíðinni.