Góð gjöf

Á starfsmannafundi um daginn færði Jóhanna Helga Jóhannsdóttir leikskólakennari Tjarnarskógi góða gjöf. Þetta er samstæðuspil þar sem markmiðið er að safna fjögurra spila samstæðum en í stað hefðbundinna spila þá er spilað með íslenskar plöntutegundir. Á spilunum eru upplýsingar um grasnytjar og þjóðtrú ásamt latínuheiti, gróðurlendi og ætt. Við þökkum kærlega fyrir góða gjöf og Jóhönnu Helgu fyrir gott samstarf, en hún er hætt störfum hjá okkur og farin að vinna í Hádegishöfða.

Góð gjöf

Á starfsmannafundi um daginn færði Jóhanna Helga Jóhannsdóttir leikskólakennari Tjarnarskógi góða gjöf. Þetta er samstæðuspil þar sem markmiðið er að safna fjögurra spila samstæðum en í stað hefðbundinna spila þá er spilað með íslenskar plöntutegundir. Á spilunum eru upplýsingar um grasnytjar og þjóðtrú ásamt latínuheiti, gróðurlendi og ætt. Við þökkum kærlega fyrir góða gjöf og Jóhönnu Helgu fyrir gott samstarf, en hún er hætt störfum hjá okkur og farin að vinna í Hádegishöfða.