Mikilvægi skipulagsdags fyrir okkur í Tjarnarskógi

Til að gera gott leikskólastarf betra þurfum við að hafa starfsmannafundi og skipulagsdaga í leikskólanum. Mánudaginn 13. febrúar vorum við með skipulagsdag. Við byrjuðum á því að hver deild var með deildarfundi þar sem farið var yfir starfið á deildinni og umræðu um frjálsa leikinn og mikilvægi þess að hlúa vel að honum. Í framhaldi af því vorum við með jafningjafræðslu. Kennarar í skólanum hafa verið að sækja sér fræðslu sem nýtist hjá okkur og voru þeir að deila til hinna og þá aðallega um snemmtæka íhlutun. Kynning var á uppeldi til ábyrgar og hér er myndband sem gott er fyrir alla að horfa á. Eftir hádegi fengum við kynningu á Austurlandslíkaninu og barnavernd og var það mjög gagnlegt að vita hvernig þær starfa. Við enduðum daginn á hreyfingu og gleði.