Skólaþjónusta Múlaþings

Skólaþjónusta Múlaþings hefur farsæld barna og fjölskyldna að leiðarljósi í starfi sínu, starfar af fagmennsku í sérhverju verkefni og vinnur að forvörnum sem tryggja farsæld og velferð til framtíðar. Einkunnarorð Skólaþjónustunnar eru
Farsæld - Fagmennska - Forvarnir 
Starfsemi skólaþjónustunnar er bundin í reglugerð um skólaþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum nr. 444/2019. Reglugerðin á stoð í 21. og 22. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008 og 40. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008, með síðari breytingum. Skólaþjónusta Múlaþings sinnir sérfræðilegum stuðningi við grunn- og leikskóla í sveitarfélaginu skv. reglugerð um hlutverk og markmið skólaþjónustu 2. gr. Jafnframt byggir Skólaþjónusta Múlaþings starfsemi sína á lögum samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021.
  • Skólaþjónusta tekur annars vegar til stuðnings við nemendur í leik- og grunnskólum og foreldra þeirra og hins vegar stuðnings við starfsemi skóla og starfsfólk þeirra.
  • Markmið með skólaþjónustu sveitarfélaga er að kennslufræðileg, sálfræðileg, þroskafræðileg og félagsfræðileg þekking nýtist sem best í skólastarfi.
  • Skólaþjónusta skal beinast að því að efla skóla sem faglegar stofnanir sem geti leyst flest þau viðfangsefni sem upp koma í skólastarfi og veita starfsfólki skóla leiðbeiningar og aðstoð við störf sín eftir því sem við á.
Hér er linkur inn á skólaþjónustuna https://www.mulathing.is/is/moya/page/skolathjonusta