Sumarfrí 

Gerð var könnun meðal foreldra desember 2019 um fyrirkomulag sumarleyfa leikskólanna Hádegishöfða og Tjarnarskógar

Niðurstöður voru skýrar, foreldrar óskuðu eftir að opnun og lokun yrði um miðja viku og að sumarleyfistímabil skarist um viku á þriggja ára tímabili í samræmi við uppgefin tímabil. Fræðslunefnd leggur áherslu á að brugðist verði við þessum niðurstöðum og sumarleyfistímabil næstu þriggja ára verði kynnt fyrir foreldrum.


Tímabilin eru:

2019: 3.– 30. júlí - 20 dagar, síðasti dagur fyrir frí er þriðjudagur og opnað er á miðvikudegi fyrir verslunarmannahelgi.

2020: 8.júlí - 6. ágúst - 20 dagar , síðasti dagur fyrir frí er þriðjudagur og opnað er á fimmtudegi eftir verslunarmannahelgi.

2021: 14. júlí - 11. ágúst - 20 dagar, síðasti dagur fyrir frí er þriðjudagur og opnað er á fimmtudegi eftir verslunarmannahelgi.

2022:  11. júlí til 12. ágúst.