Sumarfrí 

Fjölskylduráð samþykkti á fundi sínum í byrjun desember  bókun varðandi sumarleyfi 2023. Sú bókun var samþykkt af sveitastjórn.

Fjölskylduráð samþykkir að sumarlokun leikskóla verði 24. júní - 26. júlí 2024 í leikskólum Múlaþings nema í Bjarkatúni, Djúpavogi þar verður lokað 8. júlí -12. ágúst 2024.

Fjölskylduráð leggur til að myndaður verði starfshópur með það að markmiði að skoða betri vinnutíma starfsfólks, að móta tillögur að framtíðarfyrirkomulagi sumarleyfa í leikskólum og skoða hvernig megi auka sveigjanleika fyrir fjölskyldur. Fjölskylduráð felur fræðslustjóra í samráði við formann fjölskylduráðs að gera drög að erindisbréfi fyrir starfshópinn.

Leikskólarnir Bjarkatún, Glaumbær, Hádegishöfði, leikskóladeild Seyðisfjarðarskóla og Tjarnarskógur eru lokaðir í 5 vikur, eða 25 virka daga, vegna sumarleyfa og skiptist sumarlokunin í tvö tímabil milli ára; fyrra tímabil, júní – júlí, og seinna tímabil, júlí – ágúst. Foreldrar geta óskað eftir vistun fyrir börn sín  í fimmtu vikunni og er lágmarksfjöldi barna 6 í hverjum leikskóla fyrir sig. Ef fjöldi barna eða starfsfólks er ekki nægilegur verður leikskólinn lokaður fimm vikur. 

2024:   Sumarlokun 2024 verður á tímabilinu 24. júní - 26. júlí 2023 

2023:   Sumarlokun í leikskólum Múlaþings 2023 verður í fjórar vikur á tímabilinu 3. júlí - 31. júlí 2023 og verður fimmta vikan 31.júli -5 ágúst .

2022: 11. júlí - 12. ágúst. 

2021: 14. júlí - 11. ágúst - 20 dagar, síðasti dagur fyrir frí er þriðjudagur og opnað er á fimmtudegi eftir verslunarmannahelgi.