Sóttvarnarreglur í leikskólum Múlaþings

Til að mæta hertum reglum í samfélaginu munu eftirfarandi ráðstafanir verða teknar upp í leikskólum Múlaþings og gilda þangað til 02.02.22.

  • Grímuskylda fullorðinna er þar sem ekki er hægt að viðhafa 2 metra fjarlægð.
  • Foreldrar koma ekki inn í skólana, skila börnum af sér úti eða við innganginn. Sömu ráðstafanir verða í lok dags, þ.e. börnum skilað úti eða við inngang.
  • Í ljósi þessa þarf að tryggja að a.m.k. tveir starfsmenn séu til staðar í upphafi og lok dags þar sem tekið er á móti börnum og þeim skilað. Með því móti er tryggt að bæði sé starfsmaður til staðar inni á deild hjá börnunum og í fataherbergi til að taka á móti eða skila börnum. Þetta hefur þau áhrif að takmarka þarf opnunartíma leikskólanna á tímabilinu 23.12.21 til 02.02.22, eða á meðan þessar takmarkanir gilda. Við erum búin að leysa þetta í Tjarnarskógi og getum því opnað 7:45 16:15 frá og með mánudeginum 24. janúar 
  • Þeim sem ekki eiga aðkallandi erindi inn í skólann er óheimilt að koma þar inn en er bent á að hafa samband við leikskólastjóra/deildarstjóra símleiðis eða með tölvupósti. 
  • Þessar reglur gilda í öllum í leikskólum í Múlaþingi.  
  • Sóttvörnum verður sinnt í hverjum skóla allt eftir stærð og aðstæðum hvers skóla fyrir sig.

Kærar þakkir fyrir að taka þátt í þessu samfélagslega verkefni með okkur, leikskólafólkinu, nú sem fyrr þegar á hefur reynt.