Um leið og við bjóðum barnið ykkar og ykkur velkomin í leikskólann Tjarnarskóg, viljum við upplýsa ykkur um ýmis atriði sem varða starfsemi skólans og nauðsynlegt er fyrir foreldra að vita. Góð foreldrasamvinna og gagnkvæmur trúnaður er forsenda þess að leikskóladvölin verði barninu ánægjuleg og árangursrík. Mikilvægur þáttur í þessari samvinnu er aðlögunin, þar sem grunnurinn er lagður að góðu samstarfi foreldra og starfsmanna leikskólans. Mikilvægt er að hafa í huga hversu miklar breytingar eiga sér stað hjá barninu sem þarf að aðlagast nýju umhverfi, starfsfólki og börnum sem fyrir eru á deildinni. Það að tilheyra hópnum og fara eftir nýjum reglum getur verið erfitt.

Aðlögunin

Það er einstaklingsbundið hve langan tíma aðlögunin tekur en venjulega er miðað við 5 daga. Skipulagning aðlögunarinnar er í höndum deildarstjóra og notum við þátttökuaðlögun. Foreldrar eru alveg með barninu fyrstu dagana, en eftir því sem barnið öðlast meira öryggi, draga foreldrarnir sig í hlé. Aðlögunina getur þurft að endurtaka hafi barnið verið fjarverandi um lengri tíma. Ef barn vill ekki koma í leikskólann er nauðsynlegt að láta starfsfólk leikskólans vita svo hægt sé að finna orsökina og vinna að lausn vandans.

 

 

KYNNINGARBÆKLINGUR.pub