Dansvika

Dagana 28.mars - 1.apríl vorum við með dansviku í Tjarnarskógi. Á Skógarlandi sá Bergljót Halla "Kúreka Krilla" um að kenna nemendum á eldri álmu línudans. Nemendum á Lundi, Rjóðri og Kjarri var skipt upp í fjóra hópa sem hittust í salnum á hverjum degi og lærðu nýja rútínu. Notuð voru helstu og bestu línudanslögin ásamt Eurovision framlagi okkar íslendinga Með hækkandi sól. Línudansinn sló rækilega í gegn og voru börnin alsæl að kunna línudans eins og sannir kúrekar.
Fréttamynd - Dansvika

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn