Heimsókn til slökkviliðsins og útskrift elstu barnanna

Í gær fórum við í frábæra heimsókn á slökkvistöðina. Þessi heimsókn er liður í samstarfi elstu barnanna og slökkviliðsins sem heitir Logi og Glóð. Elsu börn fræðast um eldvarnir og eru aðstoðarmenn slökkviliðsins og sinna eldvarnareftirliti í leikskólanum. Þau fylla út gátlista sem svo er skilað til skólastjóra sem passar svo uppá að úrbætur séu gerðar ef þeirra er þörf. Þetta samstarf hefur staðið í mörg ár og þykir okkur öllum mjög vænt um það því það er líka mjög skemmtilegt. Slökkviliðið tók mjög vel á móti okkur og leyfði okkur að skoða og prófa ýmislegt dót :) svo í lokin fengum við grillaðar pylsur og safa. Takk fyrir okkur. Maí og Júní eru annasamir í leikskólanum og héldum við frábæra útskrift með börnunum þar sem bæjarstjórinn okkar mætti auk þeirra Mörthu leikskólafulltrúa og Helgu Guðmundsdóttur fræðslustjóra sem við kvöddum með blómum eftir margra áratuga starf. Já svo sannarlega líf og fjör í leikskólanum.
Fréttamynd - Heimsókn til slökkviliðsins og útskrift elstu barnanna Fréttamynd - Heimsókn til slökkviliðsins og útskrift elstu barnanna Fréttamynd - Heimsókn til slökkviliðsins og útskrift elstu barnanna Fréttamynd - Heimsókn til slökkviliðsins og útskrift elstu barnanna

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn