Haustþing leikskóla á Austurlandi

Haustþing leikskóla á Austurlandi var haldið á Egilsstöðum 16. september síðastliðinn. Á dagskránni voru 4 fræðsluerindi af ólíku tagi, virkilega fræðandi og áhugaverð. Aðalerindið var hjá Arnrúnu Maríu Magnúsdóttur leikskólakennara í Brákarborg í Reykjavík og heitir það Samtalið fræðsla ekki hræðsla. Arnrún María vill að við kennum börnum um líkama, ofbeldi og mörk, ekki síður en um umferðina eða tannheilsu. Hún hefur þróað verkfæri sem hún kallar Lausnahringinn og notar í samskiptum við börn og milli barna. Arnrún María hefur verið tilnefnd til foreldraverðlauna Heimilis og Skóla og það var mjög greinilegt að hún brennur fyrir þessi málefni.
Einnig hlustuðum við á erindi um Tengslamyndun hjá Kristjönu Helgu Thorarensen ráðgjafa í barnavernd og Austurlandslíkaninu hjá Múlaþingi.  Listmeðferð hjá Írisi Lind Sævarsdóttur sem hefur lært listþerapíu í Kanada.  Rafrænar dagbækur fyrir foreldra að vori hjá Ernu Káradóttur leikskólastjóra í Krummakoti, Eyjafjarðarsveit.
Í lok dags var öllum boðið að skoða nýjan leikskóla í Fellabæ sem verður opnaður innan skamms í stað gamla Hádegishöfða sem er löngu orðinn of lítill og gamall. Það var afskaplega skemmtileg heimsókn, nýja húsið virkilega bjart og fallegt og verður gaman að fylgjast með starfinu þar.
Loks var kvöldverður og skemmtun í Valaskjálf um kvöldið og fóru allir þaðan saddir og sælir.

Fréttamynd - Haustþing leikskóla á Austurlandi

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn

Haustþing leikskóla á Austurlandi

Haustþing leikskóla á Austurlandi var haldið á Egilsstöðum 16. september síðastliðinn. Á dagskránni voru 4 fræðsluerindi af ólíku tagi, virkilega fræðandi og áhugaverð. Aðalerindið var hjá Arnrúnu Maríu Magnúsdóttur leikskólakennara í Brákarborg í Reykjavík og heitir það Samtalið fræðsla ekki hræðsla. Arnrún María vill að við kennum börnum um líkama, ofbeldi og mörk, ekki síður en um umferðina eða tannheilsu. Hún hefur þróað verkfæri sem hún kallar Lausnahringinn og notar í samskiptum við börn og milli barna. Arnrún María hefur verið tilnefnd til foreldraverðlauna Heimilis og Skóla og það var mjög greinilegt að hún brennur fyrir þessi málefni.
Einnig hlustuðum við á erindi um Tengslamyndun hjá Kristjönu Helgu Thorarensen ráðgjafa í barnavernd og Austurlandslíkaninu hjá Múlaþingi.  Listmeðferð hjá Írisi Lind Sævarsdóttur sem hefur lært listþerapíu í Kanada.  Rafrænar dagbækur fyrir foreldra að vori hjá Ernu Káradóttur leikskólastjóra í Krummakoti, Eyjafjarðarsveit.
Í lok dags var öllum boðið að skoða nýjan leikskóla í Fellabæ sem verður opnaður innan skamms í stað gamla Hádegishöfða sem er löngu orðinn of lítill og gamall. Það var afskaplega skemmtileg heimsókn, nýja húsið virkilega bjart og fallegt og verður gaman að fylgjast með starfinu þar.
Loks var kvöldverður og skemmtun í Valaskjálf um kvöldið og fóru allir þaðan saddir og sælir.

Fréttamynd - Haustþing leikskóla á Austurlandi

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn