Jólaball í Tjarnarskógi

Síðastliðinn þriðjudag 13. des mættu öll börn prúðbúin og spennt i leikskólann. Þá var haldið jólaball skólans; á Skógarlandi fóru börn í eldri álmu ásamt foreldrum inn í sal klukkan 10, en yngri álma byrjaði 14:30. Á Tjarnarlandi var jólaballið kl. 10:30, en þar geta foreldrar ekki verið með vegna plássleysis. Hlín Behrens spilaði fyrir dansi á Skógarlandi, en Hafþór Valur spilaði á Tjarnarlandi.
Börnin sungu og dönsuðu af innlifun og eftir skamma stund birtust óvæntir gestir á leikskólalóðinni, voru þar komnir jólasveinar með gjafir í poka. Þeir vöktu mikla lukku meðal barnanna sem (flest) tóku gestunum fagnandi og voru spennt að halda áfram að dansa og syngja með þeim og fá svo fínan pakka.
Í hádeginu fengum við svo jólamat; hangikjöt og tilheyrandi og ís í eftirmat.
Fréttamynd - Jólaball í Tjarnarskógi Fréttamynd - Jólaball í Tjarnarskógi

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn

Jólaball í Tjarnarskógi

Síðastliðinn þriðjudag 13. des mættu öll börn prúðbúin og spennt i leikskólann. Þá var haldið jólaball skólans; á Skógarlandi fóru börn í eldri álmu ásamt foreldrum inn í sal klukkan 10, en yngri álma byrjaði 14:30. Á Tjarnarlandi var jólaballið kl. 10:30, en þar geta foreldrar ekki verið með vegna plássleysis. Hlín Behrens spilaði fyrir dansi á Skógarlandi, en Hafþór Valur spilaði á Tjarnarlandi.
Börnin sungu og dönsuðu af innlifun og eftir skamma stund birtust óvæntir gestir á leikskólalóðinni, voru þar komnir jólasveinar með gjafir í poka. Þeir vöktu mikla lukku meðal barnanna sem (flest) tóku gestunum fagnandi og voru spennt að halda áfram að dansa og syngja með þeim og fá svo fínan pakka.
Í hádeginu fengum við svo jólamat; hangikjöt og tilheyrandi og ís í eftirmat.
Fréttamynd - Jólaball í Tjarnarskógi Fréttamynd - Jólaball í Tjarnarskógi

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn