Þorrablót

Á bóndadag blótuðum við þorra eins og aðrir bæjarbúar. Börnin mættu flest í betri fötunum og margar deildir höfðu undirbúið daginn með því að gera kórónur eða álíka. Eldri álma skreytti salinn með fallegum listaverkum og hver deild var með söngatriði á sviðinu. Svo fengu allir safa og saltstangir, við sprengdum partýsprengjur og loks var dansað. Yngri álma kom svo í salinn og skemmti sér þegar eldri álma var farin. Í hádeginu var boðið upp á þorramat og voru börnin mjög dugleg að smakka sviðasultu og hákarl.
Fréttamynd - Þorrablót

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn

Þorrablót

Á bóndadag blótuðum við þorra eins og aðrir bæjarbúar. Börnin mættu flest í betri fötunum og margar deildir höfðu undirbúið daginn með því að gera kórónur eða álíka. Eldri álma skreytti salinn með fallegum listaverkum og hver deild var með söngatriði á sviðinu. Svo fengu allir safa og saltstangir, við sprengdum partýsprengjur og loks var dansað. Yngri álma kom svo í salinn og skemmti sér þegar eldri álma var farin. Í hádeginu var boðið upp á þorramat og voru börnin mjög dugleg að smakka sviðasultu og hákarl.
Fréttamynd - Þorrablót

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn