Dagur leikskólans

Mánudaginn 6. febrúar héldum við upp á dag leikskólans í Tjarnarskógi. Elstu börnin fóru í heimsókn á bæjarskrifstofuna þar sem þau hittu leikskólafulltrúa Dagur leikskólans | Múlaþing (mulathing.is)
Við vorum svo með opið hús þar sem við buðum foreldrum/forráðamönnum að koma í heimsókn frá 14:30 og eiga notalega stund meö börnum sínum í leik. Börnin buðu gestum upp á kaffi og meðlæti. Við þökkum foreldraum kærlega fyrir komuna. Foreldrafélagið og foreldraráð fengu eitt foreldri til að baka köku til að færa okkur á kaffistofuna og þökkum við kærlega fyrir það.