Tannlæknar í heimsókn

Í síðustu viku komu þær Edda Hrönn Sveinsdóttir tannlæknir og Lísa Leifsdóttir aðstoðarkona hennar í árlega heimsókn í Tjarnarskóg. Þær hitta öll börnin nema þau allra yngstu, tala um tannvernd og tannburstun og öll börnin fá að bursta tennurnar í böngsunum þeirra. Þessi heimsókn vekur alltaf mikla lukku og nú gleymir áreiðanlega enginn að bursta tennurnar sínar!