Hafa starfað í Tjarnarskógi frá sameiningu 2012 - 2022

Fljótlega eftir að Tjarnarskógur var stofnaður ákváðum við að veita starfsmönnum sem starfað hafa við skólann í 10 ár viðurkenningu og viðkomandi færð blóm. Miðað er við upphafsár Tjarnarskógar, 2012. Á skipulagsdaginn núna í febrúar var þeim sem hafa starfað í 10 ár, frá 2012- 2022, færð þessi viðurkenning. Margar af þeim sem fengu þennan þakklætisvott hafa þó starfað mun lengur í leikskólum sveitarfélagsins en við miðum við stofnun Tjarnarskógar. Við munum veita þessar viðurkenningar árlega héðan í frá og það eru margir sem eru að nálgast 10 árin. 
Fréttamynd - Hafa starfað í Tjarnarskógi frá sameiningu 2012 - 2022

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn