Cat-kassi

Um daginn barst Tjarnarskógi góð gjöf frá Soroptimistaklúbbi Austurlands. Þetta er Cat-kassi í prentútgáfu, Cat-kassinn er sjónrænt skipulag sem hægt er nota til að skýra út, auka sjálfsvitund, ræða um persónulega reynslu og ekki síst til að finna nýjar og hentugri aðferðir til samskipta og til að tjá hugsanir og tilfinningar. Hann hentar vel einstaklingum með raskanir á einhverfurófi, athyglisbrest, þráhyggju, hegðunar- og tilfinningavanda og svipaðan vanda. Þessi gjöf á eftir að nýtast mjög vel í sérkennslu og þökkum við Soroptimistaklúbbnum kærlega fyrir góða gjöf. Nánar má kynna sér kassann hér: https://cat-kit.com/is