Töframaður í heimsókn á leikskólanum

Í byrjun mánaðarins kom Einar Mikael töframaður í heimsókn bæði á Tjarnarland og Skógarland og sýndi börnunum ýmis frábær töfrabrögð. Hann náði athygli barnanna algjörlega og þau voru ólm að bjóða fram aðstoð sína í allskonar töfrabrögðum. Það var mikið fjör og mjög gaman að sjá hvað börnin lifðu sig inn í sýninguna. Takk kærlega fyrir komuna!