Pylsupartý

Það er hefð hjá okkur í Tjarnarskógi að fá pylsur í hádegismat þegar Héraðsleikarnir eru í Egilsstaðaskóla. Veðurguðirnir léku svo sannarlega við okkur í dag svo við slógum upp útipartýi, drógum fram grillið og kennarar grilluðu pylsur ofan í börnin á Skógarlandi. Eldri álma borðaði úti og börnin nutu þess að sitja í veðurblíðunni með pylsu í brauði og djús í glasi. Það var erfitt að þurfa svo að fara inn í hvíld eftir þessa góðu stund.
Fréttamynd - Pylsupartý

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn

Pylsupartý

Það er hefð hjá okkur í Tjarnarskógi að fá pylsur í hádegismat þegar Héraðsleikarnir eru í Egilsstaðaskóla. Veðurguðirnir léku svo sannarlega við okkur í dag svo við slógum upp útipartýi, drógum fram grillið og kennarar grilluðu pylsur ofan í börnin á Skógarlandi. Eldri álma borðaði úti og börnin nutu þess að sitja í veðurblíðunni með pylsu í brauði og djús í glasi. Það var erfitt að þurfa svo að fara inn í hvíld eftir þessa góðu stund.
Fréttamynd - Pylsupartý

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn