Tjarnarbær fer í gönguferðir með Lubba
Á Tjarnarbæ förum við í gönguferðir á Fimmtudögum og bjóðum Lubba með okkur til þess að leita að málbeininu, við höfum staf/hljóð vikunnar og höfum með okkur bók sem við skrifum í orðin sem við finnum sem byrja á staf vikunnar. Lubbi er mjög áhugasamur og stíra göngustjórarnir okkar sem eru tveir gönguferðinni. Börnin skiptast á að vera göngustjórar en það er hluti af Hlutverkunum okkar, sem við höfum á deildinni. Það fá allir á deildinni hlutverk á mánudegi, við höfum Göngustjóra, Klemmuvalstjóra, Þrifstjóra, Sögustjóra, Leikstjórnanda, Bókaverði, Söngstjóra og Fataklefavörð. Gaman hjá okkur og nóg að gera á Tjarnarbæ.
Tjarnarbær fer í gönguferðir með Lubba
Á Tjarnarbæ förum við í gönguferðir á Fimmtudögum og bjóðum Lubba með okkur til þess að leita að málbeininu, við höfum staf/hljóð vikunnar og höfum með okkur bók sem við skrifum í orðin sem við finnum sem byrja á staf vikunnar. Lubbi er mjög áhugasamur og stíra göngustjórarnir okkar sem eru tveir gönguferðinni. Börnin skiptast á að vera göngustjórar en það er hluti af Hlutverkunum okkar, sem við höfum á deildinni. Það fá allir á deildinni hlutverk á mánudegi, við höfum Göngustjóra, Klemmuvalstjóra, Þrifstjóra, Sögustjóra, Leikstjórnanda, Bókaverði, Söngstjóra og Fataklefavörð. Gaman hjá okkur og nóg að gera á Tjarnarbæ.