BRAS verkefni vetrarins
Í tengslum við BRAS í haust komu Benni Hemm Hemm og Bjössi Borkó í heimsókn á Tjarnarland til elstu barnanna í Tjarnarskógi, með þrjú lög eftir Svavar Pétur Eysteinsson í farteskinu, ásamt fræðslu og umræðum um listamanninn og lögin hans. Stefnt er síðan að því að öll elstu börn í leikskólum á Austurlandi syngi lögin næsta vor í kringum afmælisdag Svavars sem er 26. apríl.
Hugmynd listamannanna og undirbúningshópsins að verkefninu var að starfsfólk leikskólanna færi síðan betur yfir lögin með börnunum, kenndu t.d. eitt erindi í hverri viku, ræddu orðin og orðasamböndin sem koma fyrir og útskýrðu betur merkingu þeirra, t.d. hvað það þýðir að vera á „blússandi siglingu“ – er orðið „vangefinn“ fallegt orð, hvað þýðir orðið „núvitund“ – merkir ekki „Læda slæda“ að við fjarlægjum okkur úr erfiðum aðstæðum (eins og við kennum börnunum okkar) o.s.frv.. Einnig væri hægt að búa til gular kórónur eins og Prins Póló var alltaf með.
,,Svavar Pétur Eysteinsson var drengur góður, lífskúnstner og einstakur listamaður. Hann bjó lengi á Austurlandi og sett mark sitt á umhverfið með einstakri sýn á lífið. Svavar hannaði BRAS lógóið og það væri dásamlegt ef við sem austfirskt samfélag gætum sameinast í því að heiðra minningu hans með því að syngja lögin hans, dansa og rýna í orðin sem hann setti saman með húmorinn að leiðarljósi (þó undirtónninn sé oft alvarlegur og heimspekilegur" segir í bréfi frá stýrihópi BRAS.
BRAS verkefni vetrarins
Í tengslum við BRAS í haust komu Benni Hemm Hemm og Bjössi Borkó í heimsókn á Tjarnarland til elstu barnanna í Tjarnarskógi, með þrjú lög eftir Svavar Pétur Eysteinsson í farteskinu, ásamt fræðslu og umræðum um listamanninn og lögin hans. Stefnt er síðan að því að öll elstu börn í leikskólum á Austurlandi syngi lögin næsta vor í kringum afmælisdag Svavars sem er 26. apríl.
Hugmynd listamannanna og undirbúningshópsins að verkefninu var að starfsfólk leikskólanna færi síðan betur yfir lögin með börnunum, kenndu t.d. eitt erindi í hverri viku, ræddu orðin og orðasamböndin sem koma fyrir og útskýrðu betur merkingu þeirra, t.d. hvað það þýðir að vera á „blússandi siglingu“ – er orðið „vangefinn“ fallegt orð, hvað þýðir orðið „núvitund“ – merkir ekki „Læda slæda“ að við fjarlægjum okkur úr erfiðum aðstæðum (eins og við kennum börnunum okkar) o.s.frv.. Einnig væri hægt að búa til gular kórónur eins og Prins Póló var alltaf með.
,,Svavar Pétur Eysteinsson var drengur góður, lífskúnstner og einstakur listamaður. Hann bjó lengi á Austurlandi og sett mark sitt á umhverfið með einstakri sýn á lífið. Svavar hannaði BRAS lógóið og það væri dásamlegt ef við sem austfirskt samfélag gætum sameinast í því að heiðra minningu hans með því að syngja lögin hans, dansa og rýna í orðin sem hann setti saman með húmorinn að leiðarljósi (þó undirtónninn sé oft alvarlegur og heimspekilegur" segir í bréfi frá stýrihópi BRAS.