Við í Tjarnarskógi höfum ákveðið að tileinka okkur vinnuaðferðir í anda Uppeldi til ábyrgðar. Við innleiðum þessa stefnu í rólegheitum en margt sem er í þessari stefnu erum við nú þegar að gera. Aðferðin ýtir undir ábyrgðarkennd og sjálfstjórn hjá einstaklingum. Stefnan byggir á því að aðstoða börn við að ræða um tilfinningar sínar og að átta sig á grunnþörfum sínum. Uppeldi til ábyrgðar styrkir einstaklinga í því að læra af mistökum sínum.
Uppbyggingarstefnan byggir á:
- Jákvæðum og uppbyggjandi samskiptum og gagnkvæmri virðingu
- Ábyrgð hvers og eins á eigin hegðun (getum stjórnað okkur, ekki öðrum)
- Að það er í lagi að gera mistök en mikilvægt að læra af þeim
- Að finna leiðir til að uppfylla þarfir sínar á jákvæðan hátt án þess að það komi niður á öðrum sem eru í kringum mann
Uppbyggingarstefnan hjálpar til við að:
- Skilja eigin hegðun
- Læra að jafna ágreining
- Leiðrétta eigin mistök og læra af þeim
- Sættast við aðra
- Komast fljótt í jafnvægi eftir að hafa misst stjórn á sér
Samkvæmt uppbyggingarstefnunni hafa einstaklingar fimm grunnþarfir. Flestir hafa fleiri en eina ríkjandi þörf og það hafa börnin líka, þótt ung séu. Öll hegðun hefur tilgang en þegar við þekkjum þarfir okkar leitum við leiða til að uppfylla þær sem best án þess að ganga á þarfir annarra.
Þarfirnar eru: Öryggi - Gleði - Tilheyra (ást um umhyggja) - Áhrif (eigið áhrifavald) - Frelsi
Hægt er að skoða frekari upplýsingar um stefnuna á uppbygging.