Sumarfrí 

Leikskólarnir Bjarkatún, Glaumbær, Hádegishöfði, Leikskóladeild Seyðisfjarðarskóla og Tjarnarskógur eru lokaðir í 5 vikur, eða 25 virka daga, vegna sumarleyfa og er lokað í júlí fram yfir verslunarmannahelgi. Fyrsti leikskóladagur eftir sumarlokun er þriðjudagur eftir verslunarmannahelgi ár hvert. Leikskólinn í Brúarási fylgir skóladagatali grunnskólans og lokar í samræmi við það.

Leikskólastjórar óska eftir sumarleyfaskráningu allra barna og uppsögn elstu barnanna í apríl ár hvert og skal skráningu vera lokið fyrir 1. maí.

  • Leikskólagjöld falla niður í sumarlokun leikskólanna en leyfilegt er að fá leikskólagjöld felld niður í allt að 6 vikur, eða 30 virka daga, vegna sumarleyfa á ári. Því er hægt að sækja um lengra gjaldfrítt sumarleyfi annað hvort í tengslum við sumarlokun eða ef leyfið er samfellt á öðrum tíma. Ef sótt er um samfellt leyfi á öðrum tíma má nýta þá daga sem eftir eru, allt að 30 dögum. Ekki er hægt að sækja tvisvar eða oftar um niðurfellingu vegna sumarleyfa utan sumarlokunar.

Dagsetningar sumarlokunar næstu 5 árin

Ár
Lokun
Opnunardagur 
2025
30. júní – 1. ágúst
5. ágúst
2026
29. júní – 31. júlí
4. ágúst
2027
28. júní – 30. júlí
3. ágúst
2028
3. júlí – 4. ágúst
8. ágúst
2029
2. júlí – 3. ágúst
7. ágúst